Kvótakóngar og útgerðarhyski á leið í land

Kvótakóngar og útgerðarmenn hóta að sigla í land vegna fyrningar á kvóta sem þeir telja sig eiga enn gleyma því að þjóðin á kvótann nákvæmlega eins og vatnið góða. Þessir greifar geta ekki borgað leigu til að geta fiskað er þetta ekki toppurinn á egóinu. Á sama tíma er 300.000 manna þjóð er ekki spurð hvort hún vilji taka á sig hundruði miljarða skuldir sem eru jú líka þessum mönnum að kenna sem löbbuðu við í útibúum bankana og sóttu sér peninga að vild. það er einmitt svona hyski sem kemur okkur í vandræði. Ég legg til að þessir menn drífi sig í land strax og bindi dallana og prufi að vinna eins og verkalíðurinn á íslandi í dag þá yrði brosið fljótt að verða að skeifu. Kvótakóngar og útgerðarmenn það er löngu tíma bært að þið lærið að skammast ykkar samviska ykkar er eins og annara útrásarvíkinga ENGIN.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki vegna fyrningar á kvótanum heldur vegna sjómannaafsláttarins sem nú á að fella niður. Kvótakóngarnir hafa kannski mestar áhyggjur af því að þá þurfi þeir að borga þennan afslátt sjálfir.

Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband